Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 17:39 Patrekur Jaime segir Æði-strákana ekki vera með handrit við gerð þáttanna. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum. Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira
Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum.
Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira