Ný stjórn kvennanefndar SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2022 08:43 Nýkjörin stjórn kvennanefndar SVFR tók við keflinu í árlegri veiðiferð í Langá á Mýrum um mánaðamótin ágúst/september. Kvennanefnd SVFR hefur verið að gera góða hluti undanfarin ár og með öflugu fræðslustarfi og skipulögðum hópferðum kvenna innan SVFR hefur konum sífellt verið að fjölga í félaginu. Nú eru breytingar á stjórn nefndarinnar og eru þær á þann veg að Lilja Bjarnadóttir og María Hrönn Magnúsdóttir hætta í stjórn og vill SVFR og félagsmenn þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað koma Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Sæunn Björk Þorkelsdóttir tekur við sem formaður. SVFR hvetur áhugasama til að fylgja kvennanefndinni á bæði Facebook og Instagram, til að missa ekki af fjörinu, en framundan er skemmtilegur og spennandi vetur á tíunda starfsári nefndarinnar. – Kvennanefnd SVFR á Facebook Meðfylgjandi mynd var tekin af nýju stjórninni við Langárbyrgi, talið frá vinstri: Helga Gísladóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir. Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Kvennanefnd SVFR hefur verið að gera góða hluti undanfarin ár og með öflugu fræðslustarfi og skipulögðum hópferðum kvenna innan SVFR hefur konum sífellt verið að fjölga í félaginu. Nú eru breytingar á stjórn nefndarinnar og eru þær á þann veg að Lilja Bjarnadóttir og María Hrönn Magnúsdóttir hætta í stjórn og vill SVFR og félagsmenn þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað koma Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Sæunn Björk Þorkelsdóttir tekur við sem formaður. SVFR hvetur áhugasama til að fylgja kvennanefndinni á bæði Facebook og Instagram, til að missa ekki af fjörinu, en framundan er skemmtilegur og spennandi vetur á tíunda starfsári nefndarinnar. – Kvennanefnd SVFR á Facebook Meðfylgjandi mynd var tekin af nýju stjórninni við Langárbyrgi, talið frá vinstri: Helga Gísladóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir.
Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði