Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2022 07:50 Það hafa margir átt góðar stundir við árbakkann á þessu ári Karl Lúðvíksson Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum koma í lok hverrar viku og núna þegar síðustu dagarnir eru framundan í veiðinni eru línur nokkuð skýrar. Ytri Rangá og Eystri Rangá eru hæstar af ánum þegar talið er upp úr veiðibókunum en alls hafa veiðst 4.233 laxar í Ytri Rangá og 3.191 úr Eystri Rangá. Af ánum sem eru sjálfbærar er Þverá-Kjarrá hæst með 1.414 laxa en veiði þar líkur eftir nokkra daga. Norðurá klárar tímabilið með 1.349 laxa sem er nokkurn veginn á pari við árið í fyrra og það er heilt yfir sagan í mörgum ánum með einhverjum bata þó. Hofsá og Selá hafa átt mjög gott sumar og eru komnar vel yfir veiðina í fyrra. Hofsá er með 1.145 laxa á móti 601 í fyrra. Selá er komin í 1.117 en var í 764 í fyrra. Og það eru fleiri ár sem eru að eiga betra ár en í fyrra og þar má nefna Langá, Laxá á Ásum, Elliðaárnar, Jökla og Stóra Laxá bara svo nokkrar séu nefndar. Þær raddir sem voru nokkuð háværar í upphafi tímabils um að árið yrði lélegt eða mjög lélegt hafa eiginlega alveg þagnað. Já þetta var kannski ekkert metsumar en ágætt engu að síður. Stangveiði Mest lesið Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði
Ytri Rangá og Eystri Rangá eru hæstar af ánum þegar talið er upp úr veiðibókunum en alls hafa veiðst 4.233 laxar í Ytri Rangá og 3.191 úr Eystri Rangá. Af ánum sem eru sjálfbærar er Þverá-Kjarrá hæst með 1.414 laxa en veiði þar líkur eftir nokkra daga. Norðurá klárar tímabilið með 1.349 laxa sem er nokkurn veginn á pari við árið í fyrra og það er heilt yfir sagan í mörgum ánum með einhverjum bata þó. Hofsá og Selá hafa átt mjög gott sumar og eru komnar vel yfir veiðina í fyrra. Hofsá er með 1.145 laxa á móti 601 í fyrra. Selá er komin í 1.117 en var í 764 í fyrra. Og það eru fleiri ár sem eru að eiga betra ár en í fyrra og þar má nefna Langá, Laxá á Ásum, Elliðaárnar, Jökla og Stóra Laxá bara svo nokkrar séu nefndar. Þær raddir sem voru nokkuð háværar í upphafi tímabils um að árið yrði lélegt eða mjög lélegt hafa eiginlega alveg þagnað. Já þetta var kannski ekkert metsumar en ágætt engu að síður.
Stangveiði Mest lesið Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði