Þjálfari FCK segist hafa stuðning leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:01 Hákon Arnar Haraldsson og Jess Thorup, þjálfari FC Kaupmannahafnar. Getty/Lars Ronbog FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu. Danmerkurmeistararnir hafa átt ágætu gengi að fagna í Meistaradeild Evrópu en liðið komst inn í riðlakeppnina. Riðillinn er vægast sagt erfiður en ásamt FCK eru Borussia Dortmund, Sevilla og Englandsmeistarar Manchester City með Íslendingaliðinu í riðli. FCK nældi í stig gegn Sevilla á heimavelli í miðri síðustu viku en á sunnudag heimsótti liðið Midtjylland. Um var að ræða efstu tvö efstu lið deildarinnar á síðustu leiktíð en þau hafa átt mjög erfitt uppdráttar í upphafi þessarar leiktíðar. Midtjylland vann leik liðanna að þessu sinni 2-1 þar sem Ísak Bergmann lagði upp mark gestanna úr Kaupmannahöfn. Viktor Claesson fékk gullið tækifæri til að jafna metin í 2-2 en vítaspyrna hans rataði ekki á markið. „Ég hef 100 prósent traust leikmanna og fólksins í kringum mig,“ sagði Thorup þjálfari að leik loknum en eftir tapið á sunnudag er FCK í 9. sæti með aðeins 12 stig að loknum 10 leikjum. „Ég hef góða tilfinningu, jafnvel þó að okkur vanti nokkra leikmenn. Allir, allt frá þeim ungu til þeirra reynslumeiri, eru að gefa allt sem þeir eiga. Það gefur mér von um að við séum á leið í rétta átt,“ bætti þjálfarinn við. Þar sem nú er komið landsleikjahlé þá mun FCK ekki spila aftur fyrr en 2. október næstkomandi. Thorup fær því nægan tíma til að undirbúa komandi leiki og finna leiðir til að koma liðinu aftur á sigurbraut. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Danmerkurmeistararnir hafa átt ágætu gengi að fagna í Meistaradeild Evrópu en liðið komst inn í riðlakeppnina. Riðillinn er vægast sagt erfiður en ásamt FCK eru Borussia Dortmund, Sevilla og Englandsmeistarar Manchester City með Íslendingaliðinu í riðli. FCK nældi í stig gegn Sevilla á heimavelli í miðri síðustu viku en á sunnudag heimsótti liðið Midtjylland. Um var að ræða efstu tvö efstu lið deildarinnar á síðustu leiktíð en þau hafa átt mjög erfitt uppdráttar í upphafi þessarar leiktíðar. Midtjylland vann leik liðanna að þessu sinni 2-1 þar sem Ísak Bergmann lagði upp mark gestanna úr Kaupmannahöfn. Viktor Claesson fékk gullið tækifæri til að jafna metin í 2-2 en vítaspyrna hans rataði ekki á markið. „Ég hef 100 prósent traust leikmanna og fólksins í kringum mig,“ sagði Thorup þjálfari að leik loknum en eftir tapið á sunnudag er FCK í 9. sæti með aðeins 12 stig að loknum 10 leikjum. „Ég hef góða tilfinningu, jafnvel þó að okkur vanti nokkra leikmenn. Allir, allt frá þeim ungu til þeirra reynslumeiri, eru að gefa allt sem þeir eiga. Það gefur mér von um að við séum á leið í rétta átt,“ bætti þjálfarinn við. Þar sem nú er komið landsleikjahlé þá mun FCK ekki spila aftur fyrr en 2. október næstkomandi. Thorup fær því nægan tíma til að undirbúa komandi leiki og finna leiðir til að koma liðinu aftur á sigurbraut.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti