Sjáðu Vitor fljúga inn í úrslit: „Ég veit að Matthías er brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 12:01 Vitor Charrua sýndi stáltaugar í gærkvöld og vann afar öruggan sigur. Stöð 2 Sport Vitor Charrua vann óvæntan en afar sannfærandi sigur á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Hann skellti meðal annars Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Matthíasi Erni Friðrikssyni, 3-0. Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember. Pílukast Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember.
Pílukast Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira