„Eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2022 10:30 Vala Matt hitti Betu Reynis á dögunum eftir að hún varð að fara í aðgerð vegna húðkrabbameins. Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir lenti í því í sumar að fyrir rælni tók hún eftir dökkum fæðingarbletti á bakinu og í staðinn fyrir að láta hann í friði lét hún skoða hann og í ljós kom húðkrabbamein á byrjunarstigi. Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin. Ísland í dag Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin.
Ísland í dag Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira