Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 17:15 Parísarbúar geta ekki safnast saman fyrir framan risaskjá í miðborginni líkt og hefð er fyrir. Sömu sögu er að segja af öðrum borgum í Frakklandi. Joao Bolan/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. HM í Katar hefst þann 20. nóvember og stendur fram til 18. desember. Frakkar eiga titil að verja en þeir unnu Króatíu í úrslitum HM í Rússlandi árið 2018. Gríðarmikil stemning myndaðist þá víða um Frakkland þar sem risaskjáir voru settir upp í miðbæjum stærstu borga landsins. Yfirvöld í París tilkynntu hins vegar um ákvörðun sína í gær og fetuðu þá í fótspor margra annarra borga í landinu sem höfðu tekið samskonar ákvörðun. Borgaryfirvöld í Lille, Strasbourg, Reims, Bordeaux og Marseille munu öll sniðganga mótið með sama hætti. Pierre Rabadan, aðstoðarborgarstjóri Parísar, sem fer með íþróttamál í borginni, réttlæti ákvörðunina með vísan í skilyrði fyrir skipulagningu heimsmeistaramótsins, bæði hvað varðar umhverfis- og félagslega þætti. Þá hjálpi ekki heldur til að viðburðurinn fari fram að vetri til. Katarar hafa sætt harðri gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu vegna meintra mannréttindabrota í kringum heimsmeistaramótið. Samkvæmt tölum frá þarlendum yfirvöldum hafa þrír látist við uppbyggingu mótsins en vestrænir fjölmiðlar og mannréttindasamtök segja dauðsföllin talin í þúsundum. HM 2022 í Katar Katar Frakkland Tengdar fréttir Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
HM í Katar hefst þann 20. nóvember og stendur fram til 18. desember. Frakkar eiga titil að verja en þeir unnu Króatíu í úrslitum HM í Rússlandi árið 2018. Gríðarmikil stemning myndaðist þá víða um Frakkland þar sem risaskjáir voru settir upp í miðbæjum stærstu borga landsins. Yfirvöld í París tilkynntu hins vegar um ákvörðun sína í gær og fetuðu þá í fótspor margra annarra borga í landinu sem höfðu tekið samskonar ákvörðun. Borgaryfirvöld í Lille, Strasbourg, Reims, Bordeaux og Marseille munu öll sniðganga mótið með sama hætti. Pierre Rabadan, aðstoðarborgarstjóri Parísar, sem fer með íþróttamál í borginni, réttlæti ákvörðunina með vísan í skilyrði fyrir skipulagningu heimsmeistaramótsins, bæði hvað varðar umhverfis- og félagslega þætti. Þá hjálpi ekki heldur til að viðburðurinn fari fram að vetri til. Katarar hafa sætt harðri gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu vegna meintra mannréttindabrota í kringum heimsmeistaramótið. Samkvæmt tölum frá þarlendum yfirvöldum hafa þrír látist við uppbyggingu mótsins en vestrænir fjölmiðlar og mannréttindasamtök segja dauðsföllin talin í þúsundum.
HM 2022 í Katar Katar Frakkland Tengdar fréttir Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31