Hvað ef ég skaða barnið mitt? Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 19. október 2022 18:01 Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun