Ronaldo var ónotaður varamaður og yfirgaf Old Trafford fyrir leikslok Atli Arason skrifar 19. október 2022 23:00 Ronaldo á varamannabekk Manchester United í kvöld. Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, virtist vera ósáttur með stöðu mála og yfirgaf leikvöllinn áður en lokaflautið gall í sigri United gegn Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45
Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00