Fíknsjúkdómur í stærra samhengi Júlía Guðrún Aspelund skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar