Alveg jafn sátt með appelsínuöndina sex árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 15:39 Appelsínuöndin er alltaf jafn góð að mati Ellenar. Ellen Guðmundsdóttir sló óvart í gegn hér á landi fyrir sex árum síðan þegar eiginmaður hennar birti mynd af henni á Facebook. Þá misskildi vinur hans færsluna og hélt hann væri að kalla eiginkonu sína appelsínuönd. Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning