Forseti FIFA biður um vopnahlé í Úkraínu yfir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA síðan að Sepp Blatter varð að segja af sér vegna hneykslis- og mútumála. Getty/ Joern Pollex Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, biðlar til Rússa, Úkraínumanna og heimsins alls um að gera hlé á stríðinu á meðan heimsmeistaramótið í Katar stendur yfir. Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino. HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino.
HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira