„Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er frábær leikmaður og þrátt fyrir ungan aldur er hún að verða ein sú besta í Olís deild kvenna í handbolta. Vísir/Diego Elín Klara Þorkelsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á dögunum og átti síðan frábæran leik með Haukaliðinu um helgina. Hún fékk eins og oft áður mikið hrós í Seinni bylgjunni. „Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita