Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 14:01 Antoine Griezmann hélt að hann hefði tryggt Frökkum jafntefli gegn Túnis en svo tók við óvenjuleg atburðarás sem sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi misstu af. Getty/Alex Caparros Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1. Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna. HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna.
HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira