Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 23:01 Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um andlát verkamanns í Katar. Jan Kruger/Getty Images Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst. Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“ HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“
HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira