„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Rasmus Boysen hefur trú á því að íslenska landsliðið geti farið í undanúrslit á HM í handbolta. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið. Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur. HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur.
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira