„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. janúar 2023 12:53 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum. Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum.
Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira