Mancini segir frá hinstu ósk vinar síns Vialli Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 08:31 Frægt faðmlag þeirra félaga eftir að Evróputitillinn var Ítölum vís. Getty Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur greint frá síðustu samskiptunum sem hann átti við fyrrum liðsfélaga sinn og vin til margra ára, Gianluca Vialli. Vialli lést eftir baráttu við krabbamein 6. janúar síðastliðinn. Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00
Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52