Utan vallar: Leikþáttur til þess að blása ryki í augu forseta IHF Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2023 07:30 Hinn 78 ára gamli Hassan Moustafa með grímuna sína. vísir/getty Fyrir rétt rúmum tveimur vikum síðan voru öll liðin á HM í handbolta að fara á taugum út af Covid-prófum. Í dag er enginn að tala um þau enda virðist sá gjörningur hafa verið einn stærsti leikþáttur seinni ára. Á tímum þar sem fjöldi stórmóta í alls konar íþróttum fer fram án þess að nokkur spái í Covid steig Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, upp og boðaði harðar Covid-reglur á HM í Svíþjóð og Póllandi. Menn ráku upp stór augu yfir þessari vitleysu. Mótmæltu hástöfum en hinum elliæra forseta IHF, Hassan Moustafa, var ekki haggað. Hann leyfði smá tilslakanir. Neikvætt próf þurfti til að mæta á mótið. Svo var prófað aftur fyrir milliriðla og loks í síðasta lagi fyrir úrslitin sem nú standa yfir. Nánast engar Covid-reglur Einn Dani féll á milli jóla og nýárs en kom óeðlilega fljótt úr einangrun. Ekkert slíkt kom úr herbúðum annarra þjóða. Er ég mætti til Svíþjóðar vakti það strax athygli mína að enginn blaðamaður var beðinn um að framvísa bólusetningarvottorði sem var krafa ef maður ætlaði að fá fjölmiðlapassa. Strax einhver furðuleg lykt í loftinu. Öryggisráðstafanir á mótinu eru síðan sá mesti brandari sem ég hef séð. Lína dregin eftir þriggja metra breiðum hótelgangi þar sem leikmenn áttu að vera öðru megin og venjulegir hótelgestir hinum megin. Á keppnisvöllunum áttu fjölmiðlamenn að vera með grímur í viðtölum en að öðru leyti ekki aðgreindir leikmönnum og máttu valsa um allt. Liðunum var alveg sama og voru ekkert að passa sig. Jafnvel tóku í hendurnar á fjölmiðlamönnum. Er leikmenn hlupu út á völlinn fyrir leiki gáfu þeir áhorfendum fimmur. Enginn hræddur við Covid. Þetta var einn risastór brandari. Stjórnin í uppreisn gegn forsetanum Samkvæmt heimildum Vísis var öll stjórn IHF á móti þessum glórulausu prófum en forsetanum, hinum 78 ára gamla Moustafa, var ekki haggað. Forsetinn ku ekki hafa fengið Covid og er enn skíthræddur við veiruna skæðu. Eitthvað stórkostlegt breyttist síðan þegar komið var inn í mótið. Svo virðst vera sem það hafi verið planað að setja upp leikþátt til þess eins að blása ryki í augu forsetans. Ekki einn leikmaður féll á prófi fyrir mótið. Ótrúleg heppni. Tæplega 1.100 próf voru tekin eftir riðlakeppnina. Tvö jákvæð próf litu dagsins ljós. Eitt hjá liði Belgíu og annað hjá heimalandi forsetans, Egyptalandi. Líklega svo hann trúði því að það væri í alvöru verið að prófa og fara eftir niðurstöðunum. Eftir milliriðlanna virðist enginn hafi fallið og það hefur varla verið rætt hvort einhver hafi yfir höfuð farið í próf. Mótið hefur því gengið án Covid-vandræða eins og allar keppnisþjóðirnar vildu. Því ber að fagna. Allir búnir að gleyma þessu rugli Það er ekki tölfræðilegur möguleiki að svona fáir hafi fallið á öllum þessum prófum. Fjölmiðlar hafa síðan ákveðið að vera ekkert að fjalla um þetta svo handboltinn geti notið sín. Þvílíkar vendingar. Þessi meinta uppreisn gegn glórulausum áformum forsetans virðist hafa gengið fullkomlega upp og í gær mátti meira að segja sjá Moustafa grímulausan í stúkunni í Póllandi. Áhyggjulaus því einhverra hluta vegna flugu allir í gegnum Covid-prófin hans. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Á tímum þar sem fjöldi stórmóta í alls konar íþróttum fer fram án þess að nokkur spái í Covid steig Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, upp og boðaði harðar Covid-reglur á HM í Svíþjóð og Póllandi. Menn ráku upp stór augu yfir þessari vitleysu. Mótmæltu hástöfum en hinum elliæra forseta IHF, Hassan Moustafa, var ekki haggað. Hann leyfði smá tilslakanir. Neikvætt próf þurfti til að mæta á mótið. Svo var prófað aftur fyrir milliriðla og loks í síðasta lagi fyrir úrslitin sem nú standa yfir. Nánast engar Covid-reglur Einn Dani féll á milli jóla og nýárs en kom óeðlilega fljótt úr einangrun. Ekkert slíkt kom úr herbúðum annarra þjóða. Er ég mætti til Svíþjóðar vakti það strax athygli mína að enginn blaðamaður var beðinn um að framvísa bólusetningarvottorði sem var krafa ef maður ætlaði að fá fjölmiðlapassa. Strax einhver furðuleg lykt í loftinu. Öryggisráðstafanir á mótinu eru síðan sá mesti brandari sem ég hef séð. Lína dregin eftir þriggja metra breiðum hótelgangi þar sem leikmenn áttu að vera öðru megin og venjulegir hótelgestir hinum megin. Á keppnisvöllunum áttu fjölmiðlamenn að vera með grímur í viðtölum en að öðru leyti ekki aðgreindir leikmönnum og máttu valsa um allt. Liðunum var alveg sama og voru ekkert að passa sig. Jafnvel tóku í hendurnar á fjölmiðlamönnum. Er leikmenn hlupu út á völlinn fyrir leiki gáfu þeir áhorfendum fimmur. Enginn hræddur við Covid. Þetta var einn risastór brandari. Stjórnin í uppreisn gegn forsetanum Samkvæmt heimildum Vísis var öll stjórn IHF á móti þessum glórulausu prófum en forsetanum, hinum 78 ára gamla Moustafa, var ekki haggað. Forsetinn ku ekki hafa fengið Covid og er enn skíthræddur við veiruna skæðu. Eitthvað stórkostlegt breyttist síðan þegar komið var inn í mótið. Svo virðst vera sem það hafi verið planað að setja upp leikþátt til þess eins að blása ryki í augu forsetans. Ekki einn leikmaður féll á prófi fyrir mótið. Ótrúleg heppni. Tæplega 1.100 próf voru tekin eftir riðlakeppnina. Tvö jákvæð próf litu dagsins ljós. Eitt hjá liði Belgíu og annað hjá heimalandi forsetans, Egyptalandi. Líklega svo hann trúði því að það væri í alvöru verið að prófa og fara eftir niðurstöðunum. Eftir milliriðlanna virðist enginn hafi fallið og það hefur varla verið rætt hvort einhver hafi yfir höfuð farið í próf. Mótið hefur því gengið án Covid-vandræða eins og allar keppnisþjóðirnar vildu. Því ber að fagna. Allir búnir að gleyma þessu rugli Það er ekki tölfræðilegur möguleiki að svona fáir hafi fallið á öllum þessum prófum. Fjölmiðlar hafa síðan ákveðið að vera ekkert að fjalla um þetta svo handboltinn geti notið sín. Þvílíkar vendingar. Þessi meinta uppreisn gegn glórulausum áformum forsetans virðist hafa gengið fullkomlega upp og í gær mátti meira að segja sjá Moustafa grímulausan í stúkunni í Póllandi. Áhyggjulaus því einhverra hluta vegna flugu allir í gegnum Covid-prófin hans.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita