Rekinn í þriðja sinn frá sama félaginu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 18:30 Pep Clotet er farinn að þekkja það of vel að vera sagt upp sem þjálfari Brescia. Vísir/Getty Þeim sem hefur verið sagt upp störfum á lífsleiðinni geta eflaust vitnað um að það er miður skemmtileg lífsreynsla. Það eru samt eflaust ekki margir sem hafa verið reknir í þrígang frá sama vinnuveitandanum. Pep Clotet er spænskur knattspyrnustjóri sem meðal annars hefur stýrt Birmingham, ítalska liðinu SPAL og Malmö FF í Svíþjóð. Hann tók við sem stjóri Brescia síðasta sumar en hefur nú verið sagt upp störfum og það í annað sinn á tímabilinu. Eftir að hafa byrjað tímabilið ágætlega í haust tók erfiður tími við hjá Brescia og þann 21.desember var Pep Clotet sagt upp störfum sem þjálfara liðsins. Eftirmaður hans, Alfredo Aglietti, fékk hins vegar aðeins tækifæri í tveimur leikjum en þá virðist sem eigandi Brescia hafi séð eftir ákvörðun sinni hvað varðar Clotet og réði hann sem knattspyrnustjóra liðsins á nýjan leik um miðjan janúar fyrr á þessu ári. Það entist þó ekki lengi. Á dögunum var Pep Clotet sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Brescia, í annað sinn á aðeins 48 dögum. Þetta er þó ekki öll sagan. Pep Clotet var nefnilega fyrst ráðinn þjálfari Brescia í febrúar árið 2021 en þá lék landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason með liðinu. Þrátt fyrir að koma Brescia í umspilsleiki um sæti í Serie A fékk Pep Clotet ekki að halda áfram með liðið í það skiptið. Clotet hefur því fengið sparkið í þrígang frá sama félaginu og mun eflaust hugsa sig tvisvar ef eigandinn Massimo Cellino hefur samband á nýjan leik. Hinn litríki Cellino er ekki ókunnugur því að tilkynna knattspyrnustjórum að þjónustu þeirra sé ekki lengur óskað. Hann var eigandi Leeds United frá janúar 2014 og þar til sumarið 2017. Á þeim tíma rak hann hvorki fleiri né færri en átta knattspyrnustjóra. Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Pep Clotet er spænskur knattspyrnustjóri sem meðal annars hefur stýrt Birmingham, ítalska liðinu SPAL og Malmö FF í Svíþjóð. Hann tók við sem stjóri Brescia síðasta sumar en hefur nú verið sagt upp störfum og það í annað sinn á tímabilinu. Eftir að hafa byrjað tímabilið ágætlega í haust tók erfiður tími við hjá Brescia og þann 21.desember var Pep Clotet sagt upp störfum sem þjálfara liðsins. Eftirmaður hans, Alfredo Aglietti, fékk hins vegar aðeins tækifæri í tveimur leikjum en þá virðist sem eigandi Brescia hafi séð eftir ákvörðun sinni hvað varðar Clotet og réði hann sem knattspyrnustjóra liðsins á nýjan leik um miðjan janúar fyrr á þessu ári. Það entist þó ekki lengi. Á dögunum var Pep Clotet sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Brescia, í annað sinn á aðeins 48 dögum. Þetta er þó ekki öll sagan. Pep Clotet var nefnilega fyrst ráðinn þjálfari Brescia í febrúar árið 2021 en þá lék landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason með liðinu. Þrátt fyrir að koma Brescia í umspilsleiki um sæti í Serie A fékk Pep Clotet ekki að halda áfram með liðið í það skiptið. Clotet hefur því fengið sparkið í þrígang frá sama félaginu og mun eflaust hugsa sig tvisvar ef eigandinn Massimo Cellino hefur samband á nýjan leik. Hinn litríki Cellino er ekki ókunnugur því að tilkynna knattspyrnustjórum að þjónustu þeirra sé ekki lengur óskað. Hann var eigandi Leeds United frá janúar 2014 og þar til sumarið 2017. Á þeim tíma rak hann hvorki fleiri né færri en átta knattspyrnustjóra.
Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira