Endurtekur leikinn fyrir Píeta: „Í ár stefnum við bara enn hærra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. febrúar 2023 19:31 Rósa Björk gengur undir nafninu g00nhunter þegar hún spilar. Vísir/Aðsend Tölvuleikjaspilarinn Rósa Björk stendur fyrir góðgerðarstreymi í sólarhring til styrktar Píeta samtakanna á morgun. Í fyrra safnaði hún 1,4 milljónum króna og stefnir enn hærra í ár með stútfullri dagskrá. Hún segir Píeta eiga sérstakan stað í hjarta hennar og stefnir á að þetta verði árlegur viðburður. Rósa Björk, sem gengur undir nafninu g00nhunter á tölvuleikjastreymisveitunni Twitch, ákvað upprunalega að streyma í sólarhring í fyrra eftir að hún fékk óviðeigandi skilaboð um bróðir hennar, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007. Fyrst hafi hún ætlað að hætta en síðar ákveðið að gera eitthvað gott úr málinu. Þannig ákvað hún að allur ágóðinn af streyminu myndi renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Óhætt er að segja að streymið hafi gengið vel og mun hún endurtaka leikinn á morgun. „Það var svo vel tekið í þetta og mikil eftirspurn eftir öðru svona og mig langaði ógeðslega mikið að gera þetta aftur,“ segir Rósa. „Í fyrra söfnuðum við 1,4 milljónum fyrir Píeta samtökin og í ár þá stefnum við bara enn þá hærra. Flottari gestir, bara allt flottara.“ Frægir gestir, vinningar og stútfull dagskrá Streymið hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun og verður streymt á Vísi allan sólarhringinn. Rósa fær meðal annars til sín þjóðþekkta einstaklinga á borð við Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Birgi Hákon og Flóna og saman munu þau taka áskorunum, til að mynda munu hún og Friðrik Dór borða ógeðslegan mat með bundið fyrir augun. Þá verður viðburður í anda Bachelor þáttanna vinsælu og bingó svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Pi eta Samto kin (@pietasamtokin) >/center> Það er ekki allt og sumt en þau hafa fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjum og verða vinningar gefnir út, Play hefur til að mynda lagt fram tvö flugmiða og Bleksmiðjan gefur gjafabréf. Þó svona viðburðir séu yfirleitt gerðir fyrir áhugafólk um tölvuleiki þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í ár. „Í fyrra þá var ég rosalega mikið með þetta miðað að tölvuleikjasamfélaginu en í ár þá langar okkur að gera þetta miklu stærra og flottara þannig við ætlum að hafa þetta svolítið fyrir alla og ég mun spila tölvuleiki miklu minna,“ segir Rósa en hún reiknar með að spila eitthvað tölvuleikinn Counterstrike. Getur ekki beðið eftir morgundeginum Aðspurð um hvort hún sé tilbúin andlega og líkamlega fyrir morgundaginn segir hún svo vera. „Ég verð að segja að það er alveg erfitt að vera vakandi í 24 tíma, það er ekkert létt og ég var næstum búin að sofna í fyrra, en það er svo mikið stuð í kringum þetta sem gerir þetta mun léttara,“ segir Rósa létt í bragði og bætir við að hún sé spennt fyrir morgundeginum. „Ég bara get ekki beðið, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Rósa Björk ræddi einnig við þáttastjórnendur Brennslunnar á FM957 í morgun. Hún stefnir á að gera þetta að árlegum viðburði, stærri og skemmtilegri með hverju árinu. Þá sér hún fyrir sér að halda áfram að styrkja Píeta samtökin, sem eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Mér finnst að ef ég ætla að gera eitthvað svona góðgerðarstreymi og styrkja eitthvað málefni sem mér þykir vænt um, þá verður það eiginlega bara að vera Píeta samtökin. Þau hafa gert svo rosalega mikið fyrir mig,“ segir Rósa. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Hugsa að það hjálpi að heita Donna Cruz“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira
Rósa Björk, sem gengur undir nafninu g00nhunter á tölvuleikjastreymisveitunni Twitch, ákvað upprunalega að streyma í sólarhring í fyrra eftir að hún fékk óviðeigandi skilaboð um bróðir hennar, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007. Fyrst hafi hún ætlað að hætta en síðar ákveðið að gera eitthvað gott úr málinu. Þannig ákvað hún að allur ágóðinn af streyminu myndi renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Óhætt er að segja að streymið hafi gengið vel og mun hún endurtaka leikinn á morgun. „Það var svo vel tekið í þetta og mikil eftirspurn eftir öðru svona og mig langaði ógeðslega mikið að gera þetta aftur,“ segir Rósa. „Í fyrra söfnuðum við 1,4 milljónum fyrir Píeta samtökin og í ár þá stefnum við bara enn þá hærra. Flottari gestir, bara allt flottara.“ Frægir gestir, vinningar og stútfull dagskrá Streymið hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun og verður streymt á Vísi allan sólarhringinn. Rósa fær meðal annars til sín þjóðþekkta einstaklinga á borð við Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Birgi Hákon og Flóna og saman munu þau taka áskorunum, til að mynda munu hún og Friðrik Dór borða ógeðslegan mat með bundið fyrir augun. Þá verður viðburður í anda Bachelor þáttanna vinsælu og bingó svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Pi eta Samto kin (@pietasamtokin) >/center> Það er ekki allt og sumt en þau hafa fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjum og verða vinningar gefnir út, Play hefur til að mynda lagt fram tvö flugmiða og Bleksmiðjan gefur gjafabréf. Þó svona viðburðir séu yfirleitt gerðir fyrir áhugafólk um tölvuleiki þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í ár. „Í fyrra þá var ég rosalega mikið með þetta miðað að tölvuleikjasamfélaginu en í ár þá langar okkur að gera þetta miklu stærra og flottara þannig við ætlum að hafa þetta svolítið fyrir alla og ég mun spila tölvuleiki miklu minna,“ segir Rósa en hún reiknar með að spila eitthvað tölvuleikinn Counterstrike. Getur ekki beðið eftir morgundeginum Aðspurð um hvort hún sé tilbúin andlega og líkamlega fyrir morgundaginn segir hún svo vera. „Ég verð að segja að það er alveg erfitt að vera vakandi í 24 tíma, það er ekkert létt og ég var næstum búin að sofna í fyrra, en það er svo mikið stuð í kringum þetta sem gerir þetta mun léttara,“ segir Rósa létt í bragði og bætir við að hún sé spennt fyrir morgundeginum. „Ég bara get ekki beðið, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Rósa Björk ræddi einnig við þáttastjórnendur Brennslunnar á FM957 í morgun. Hún stefnir á að gera þetta að árlegum viðburði, stærri og skemmtilegri með hverju árinu. Þá sér hún fyrir sér að halda áfram að styrkja Píeta samtökin, sem eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Mér finnst að ef ég ætla að gera eitthvað svona góðgerðarstreymi og styrkja eitthvað málefni sem mér þykir vænt um, þá verður það eiginlega bara að vera Píeta samtökin. Þau hafa gert svo rosalega mikið fyrir mig,“ segir Rósa. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Hugsa að það hjálpi að heita Donna Cruz“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira