Tvö félög lið í efstu deild búin að draga lið sín úr keppni vegna jarðskjálftanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 07:31 Tjöld á fótboltaleikvangi fyrir þá sem misstu heimili sín í jarðaskjálftunum. Tyrknesku efstudeildarliðin Gaziantep FK og Hatayspor hafa nú bæði dregið lið sín úr keppni í tyrknesku fótboltadeildinni. Hatayspor var fyrri til að hætta við þátttöku í deildinni en Gaziantep bættist í hópinn um helgina. Gaziantep var í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig í 22 leikjum en Hatayspor var í þrettánda sæti með 23 stig í 21 leik. Hatayspor ve Gaziantep FK'dan Türkiye Futbol Federasyonu'na talep!https://t.co/ZMCU7rWrr2— Ayk r (@aykiricomtr) February 9, 2023 Christian Atsu, ganverski leikmaður Hatayspor liðsins, er enn týndur sem og íþróttastjóri félagsins Taner Savut. Varaforseti Hatayspor tilkynnti heiminum að Atsu hefði fundist og verið fluttur á sjúkrahús en seinna kom í ljós að það var ekki rétt. Gaziantep FK tók sér aðeins lengri tíma í að meta stöðuna en það félag kemur frá svæðinu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftunum. Félagið tilkynnti um helgina að það væri ómögulegt að halda keppni áfram undir þessum erfiðu kringumstæðum. Stjórn félagsins ákvað því að draga liðið úr keppni í bæði deild og bikar. Heimavöllur Gaziantep FK hefur meðal annars verið notaður undir tjöld fyrir þá sem hafa misst heimili sín í jarðskjálftanum. Hatayspor ve Gaziantep FK'den ortak talephttps://t.co/PvUk8r4vXl pic.twitter.com/Nv73aqEjyf— gazetekap (@gztkapi) February 8, 2023 Nítján lið voru í deildinni en tyrkneska knattspyrnusambandið gaf það út að ætlunin væri að klára tímabilið með sautján liðum. Fleiri lið hafa dregið lið sín úr keppni þar á meðal B-deildarliðin Yeni Malatyaspor og Adanaspor. Að minnsta kosti 33 þúsund manns fórust eftir tvo öfluga jarðskjálfta í suðaustur Tyrklandi fyrir viku síðan en það er óttast að sú tala geti hækkað mikið. Jarðskjálftarnir voru upp á 7,7 og 7,6 og höfðu upptök í Kahramanmaras sýslu. Björgunarstörf standa enn yfir en eyðileggingin er mjög mikil. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkneski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Hatayspor var fyrri til að hætta við þátttöku í deildinni en Gaziantep bættist í hópinn um helgina. Gaziantep var í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig í 22 leikjum en Hatayspor var í þrettánda sæti með 23 stig í 21 leik. Hatayspor ve Gaziantep FK'dan Türkiye Futbol Federasyonu'na talep!https://t.co/ZMCU7rWrr2— Ayk r (@aykiricomtr) February 9, 2023 Christian Atsu, ganverski leikmaður Hatayspor liðsins, er enn týndur sem og íþróttastjóri félagsins Taner Savut. Varaforseti Hatayspor tilkynnti heiminum að Atsu hefði fundist og verið fluttur á sjúkrahús en seinna kom í ljós að það var ekki rétt. Gaziantep FK tók sér aðeins lengri tíma í að meta stöðuna en það félag kemur frá svæðinu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftunum. Félagið tilkynnti um helgina að það væri ómögulegt að halda keppni áfram undir þessum erfiðu kringumstæðum. Stjórn félagsins ákvað því að draga liðið úr keppni í bæði deild og bikar. Heimavöllur Gaziantep FK hefur meðal annars verið notaður undir tjöld fyrir þá sem hafa misst heimili sín í jarðskjálftanum. Hatayspor ve Gaziantep FK'den ortak talephttps://t.co/PvUk8r4vXl pic.twitter.com/Nv73aqEjyf— gazetekap (@gztkapi) February 8, 2023 Nítján lið voru í deildinni en tyrkneska knattspyrnusambandið gaf það út að ætlunin væri að klára tímabilið með sautján liðum. Fleiri lið hafa dregið lið sín úr keppni þar á meðal B-deildarliðin Yeni Malatyaspor og Adanaspor. Að minnsta kosti 33 þúsund manns fórust eftir tvo öfluga jarðskjálfta í suðaustur Tyrklandi fyrir viku síðan en það er óttast að sú tala geti hækkað mikið. Jarðskjálftarnir voru upp á 7,7 og 7,6 og höfðu upptök í Kahramanmaras sýslu. Björgunarstörf standa enn yfir en eyðileggingin er mjög mikil.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkneski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira