Gladbach áfram með tak á Þýskalandsmeisturum Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2023 16:35 Bayern getur einfaldlega ekki unnið Gladbach. EPA-EFE/ULRICH HUFNAGEL Borussia Mönchengladbach vann 3-2 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bæjurum hefur ekki tekist að sigra Gladbach í síðustu fimm leikjum í deild eða bikar. Leikurinn byrjaði ekki byrlega fyrir gestina frá Bæjaralandi en eftir aðeins átta mínútna leik fékk miðvörðurinn Dayot Upamecano að líta rauða spjaldið fyrir brot sem aftasti maður. Til að bæta gráu ofan á svart þá kom Lars Stindl heimaliðinu yfir aðeins fimm mínútum síðar. Eric Maxim Choupo-Moting jafnaði hins vegar metin þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks og staðan 1-1 í hálfleik. Það tók heimaliðið þó ekki langan tíma að ná forystunni á nýjan leik í síðari hálfleik. Jonas Hofmann, sem hafði lagt upp fyrsta mark Gladbach, kom boltanum í netið á 55. mínútu og varamaðurinn Marcus Thuram gulltryggði sigurinn með marki á 84. mínútu. Aftur var Hofmann með stoðsendinguna. BORUSSIA-PARK IS BOUNCING #BMGFCB 2-1 pic.twitter.com/OFRyFQxt7b— Gladbach (@borussia_en) February 18, 2023 Meistararnir náðu að minnka muninn í uppbótartíma þökk sé marki Mathys Tel eftir sendingu Alphonso Davies - sem lagði einnig upp fyrra markið - en nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2 Gladbach í vil. Staðan í deildinni þannig að Union Berín getur hirt toppsætið með sigri á Schalke 04 á morgun, sunnudag. Þá getur Borussia Dortmund jafnað Bayern að stigum með sigri á Herthu Berlín á morgun. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Leikurinn byrjaði ekki byrlega fyrir gestina frá Bæjaralandi en eftir aðeins átta mínútna leik fékk miðvörðurinn Dayot Upamecano að líta rauða spjaldið fyrir brot sem aftasti maður. Til að bæta gráu ofan á svart þá kom Lars Stindl heimaliðinu yfir aðeins fimm mínútum síðar. Eric Maxim Choupo-Moting jafnaði hins vegar metin þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks og staðan 1-1 í hálfleik. Það tók heimaliðið þó ekki langan tíma að ná forystunni á nýjan leik í síðari hálfleik. Jonas Hofmann, sem hafði lagt upp fyrsta mark Gladbach, kom boltanum í netið á 55. mínútu og varamaðurinn Marcus Thuram gulltryggði sigurinn með marki á 84. mínútu. Aftur var Hofmann með stoðsendinguna. BORUSSIA-PARK IS BOUNCING #BMGFCB 2-1 pic.twitter.com/OFRyFQxt7b— Gladbach (@borussia_en) February 18, 2023 Meistararnir náðu að minnka muninn í uppbótartíma þökk sé marki Mathys Tel eftir sendingu Alphonso Davies - sem lagði einnig upp fyrra markið - en nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2 Gladbach í vil. Staðan í deildinni þannig að Union Berín getur hirt toppsætið með sigri á Schalke 04 á morgun, sunnudag. Þá getur Borussia Dortmund jafnað Bayern að stigum með sigri á Herthu Berlín á morgun.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira