Telja að Hákon Arnar ætti að kosta tæplega þrjá milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 08:30 Hákon Arnar Haraldsson í leik gegn Borussia Dortmund. Joachim Bywaletz/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann spilar fyrir meistaralið FC Kaupmannahafnar. Hann var eftirsóttur í janúar og það er ljóst að ef FCK ákveður að selja leikmanninn mun það aðeins vera fyrir ágætis upphæð. Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK þegar liðið hóf leik að nýju í dönsku úrvalsdeildinni. Meistararnir mættu Silkeborg og unnu sannfærandi 3-0 útisigur. Þá Hákon Arnar hafi ekki komist á blað þá efast engi um gæði hans. Hlaðvarp á vegum danska fjölmiðilsins B.T. velti nýverið fyrir sér hverjir væru verðmætustu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag. Skagamaðurinn ungi var þar í öðru sæti. View this post on Instagram A post shared by Fodboldidioterne (@fodboldidioterne) Ernest Nuamah, 19 ára gamall vængmaður toppliðs Nordsjælland, var á toppi listans en hann er metinn á 151 milljón danskra króna eða 3,15 milljarða íslenskra króna. Þar á eftir kom Hákon Arnar en hann er metinn á 135 milljónir danskra króna eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Aðrir á listanum eru Gustav Isaksen [Midtjylland], Adama Nagalo [Nordsjælland] og Kamil Grabara [FCK]. Red Bull Salzburg frá Austurríki vildi fá Hákon Arnar í janúar en FCK neitaði tilboði félagsins upp á tvo milljarða íslenskra króna. Ef marka má mat B.T. þarf Salzburg að punga út tæplega milljarði til viðbótar ef þeir vilja fá Skagamanninn unga í sínar raðir. Salzburg virðist líka vel við ljóshærða framherja frá Norðurlöndunum en félagið festi kaup á Erling Braut Håland árið 2019. Sá gerði gott mót í Austurríki og hrellir í dag varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30. janúar 2023 20:00 Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2. nóvember 2022 21:48 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK þegar liðið hóf leik að nýju í dönsku úrvalsdeildinni. Meistararnir mættu Silkeborg og unnu sannfærandi 3-0 útisigur. Þá Hákon Arnar hafi ekki komist á blað þá efast engi um gæði hans. Hlaðvarp á vegum danska fjölmiðilsins B.T. velti nýverið fyrir sér hverjir væru verðmætustu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag. Skagamaðurinn ungi var þar í öðru sæti. View this post on Instagram A post shared by Fodboldidioterne (@fodboldidioterne) Ernest Nuamah, 19 ára gamall vængmaður toppliðs Nordsjælland, var á toppi listans en hann er metinn á 151 milljón danskra króna eða 3,15 milljarða íslenskra króna. Þar á eftir kom Hákon Arnar en hann er metinn á 135 milljónir danskra króna eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Aðrir á listanum eru Gustav Isaksen [Midtjylland], Adama Nagalo [Nordsjælland] og Kamil Grabara [FCK]. Red Bull Salzburg frá Austurríki vildi fá Hákon Arnar í janúar en FCK neitaði tilboði félagsins upp á tvo milljarða íslenskra króna. Ef marka má mat B.T. þarf Salzburg að punga út tæplega milljarði til viðbótar ef þeir vilja fá Skagamanninn unga í sínar raðir. Salzburg virðist líka vel við ljóshærða framherja frá Norðurlöndunum en félagið festi kaup á Erling Braut Håland árið 2019. Sá gerði gott mót í Austurríki og hrellir í dag varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30. janúar 2023 20:00 Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2. nóvember 2022 21:48 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30. janúar 2023 20:00
Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2. nóvember 2022 21:48