Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. mars 2023 15:05 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn. Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira