Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. mars 2023 15:05 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn. Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira