Íslenskir veiðimenn í útrás Karl Lúðvíksson skrifar 6. mars 2023 10:48 Verð á veiðileyfum fer sífellt hækkandi. Mynd/Svavar Það hefur ekkert farið framhjá neinum sem er að kaupa veiðileyfi fyrir komandi tímabil að víða hafa veiðileyfi hækkað nokkuð mikið milli ára. Algeng hækkun er 3-5% en dæmi eru um allt að 40% hækkun á milli ára og það þykir mörgum orðið of mikið. Dæmi eru um holl í þokkalegri á hafi farið úr 80.000 kr stöngin á dag í 115.000 kr á dag og þá á eftir að greiða fæðisgjald í húsi sem líka hefur hækkað. Verðið á hús og fæðisgjaldi á aðaltímanum er frá 28.000 upp í 39.000 á mann á mörgum af aðal ánum og ef þú ert með leiðsögumann líka þá bætist við þetta 70-90.000 krónur á dag. Staðan er þannig að Íslenskir veiðimenn hafa í gegnum árin verið að taka jaðartímann í laxveiðiánum en þar er líklega þolmörkum náð í verðlagi og það verður greinilegt þegar nær dregur sumri og laus holl fara í opinbera sölu. Veiðivísir hefur nú þegar heyrt og fengið staðfest laus holl í ám sem eru með þeim eftirsóttari á landinu og það verður að teljast til frétta. Í þessari stöðu er ekkert skrítið þó að Íslenskir veiðimenn séu farnir að fara út fyrir landsteinana til að veiða en samanburður á verði er Íslandi ekki í hag. Það eina sem er kannski verið að gera öðruvísi er hvaða fiska er verið að veiða en það er samt ekki algilt. Veiðar í suðurhöfum eru orðnar mjög vinsælar og það er hægt að fara í vikuferð með flugi, hóteli og öllu sem tengist veiðinni fyrir svipaðan pening og þriggja daga holl á þokkalegum jaðartíma á Íslandi og það skemmir ekki að veðrið er oftar ekki ekki töluvert betra. Engum skal samt dyljast að það er fátt eins gaman og að veiða í Íslenskri náttúru en á tímum verðbólgu, vaxtahækkana og óvissu á mörkuðum er farið að þrengja verulega að kaupgetu Íslenskra veiðimanna í Íslenskum ám og það eitt og sér er frekar sorgleg þróun. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Algeng hækkun er 3-5% en dæmi eru um allt að 40% hækkun á milli ára og það þykir mörgum orðið of mikið. Dæmi eru um holl í þokkalegri á hafi farið úr 80.000 kr stöngin á dag í 115.000 kr á dag og þá á eftir að greiða fæðisgjald í húsi sem líka hefur hækkað. Verðið á hús og fæðisgjaldi á aðaltímanum er frá 28.000 upp í 39.000 á mann á mörgum af aðal ánum og ef þú ert með leiðsögumann líka þá bætist við þetta 70-90.000 krónur á dag. Staðan er þannig að Íslenskir veiðimenn hafa í gegnum árin verið að taka jaðartímann í laxveiðiánum en þar er líklega þolmörkum náð í verðlagi og það verður greinilegt þegar nær dregur sumri og laus holl fara í opinbera sölu. Veiðivísir hefur nú þegar heyrt og fengið staðfest laus holl í ám sem eru með þeim eftirsóttari á landinu og það verður að teljast til frétta. Í þessari stöðu er ekkert skrítið þó að Íslenskir veiðimenn séu farnir að fara út fyrir landsteinana til að veiða en samanburður á verði er Íslandi ekki í hag. Það eina sem er kannski verið að gera öðruvísi er hvaða fiska er verið að veiða en það er samt ekki algilt. Veiðar í suðurhöfum eru orðnar mjög vinsælar og það er hægt að fara í vikuferð með flugi, hóteli og öllu sem tengist veiðinni fyrir svipaðan pening og þriggja daga holl á þokkalegum jaðartíma á Íslandi og það skemmir ekki að veðrið er oftar ekki ekki töluvert betra. Engum skal samt dyljast að það er fátt eins gaman og að veiða í Íslenskri náttúru en á tímum verðbólgu, vaxtahækkana og óvissu á mörkuðum er farið að þrengja verulega að kaupgetu Íslenskra veiðimanna í Íslenskum ám og það eitt og sér er frekar sorgleg þróun.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði