Stal senunni á Óskarnum: „Mamma, ég var að vinna Óskar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 10:46 Endurfundir Ke Huy Quan og Harrison Ford á sviðinu í nótt. Kevin Winter/Getty Images Það voru miklir fagnaðarfundir á sviðinu á Óskarsverðlaunum í nótt þegar leikararnir Ke Huy Quan og Harrison Ford hittust á ný, eftir að hafa leikið saman í Indiana Jones fyrir um fjörutíu árum. Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023 Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08