Sigfús spenntur fyrir erlendum landsliðsþjálfara sem er laus við alla pólítík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Íslenska handboltalandsliðið vann það tékkneska, 28-19, í undankeppni EM 2024 um helgina. vísir/hulda margrét Sigfús Sigurðsson er spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30