„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2023 07:30 Kári segist vera bjartsýnn og spenntur fyrir undankeppni EM sem hefst 23.mars. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti