„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. mars 2023 07:30 Vísir/Vilhelm „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt. Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt.
Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira