Íslenska landsliðið hefur aldrei byrjað verr í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 13:31 Arnar Þór Viðarsson hélt því fram að hann væri á réttri leið með liðið en það sást ekki í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2024. Samsett/Getty Aðra undankeppnina í röð byrjar íslenska karlalandsliðið í fótbolta á því að steinliggja í fyrsta leik sínum. Undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar hefur íslenska liðið nú tapað 3-0 í fyrsta leik í báðum undankeppnunum síðan hann tók við þjálfun landsliðsins. Liðið tapaði 3-0 á móti Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 sem var þá versta tap íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramóts í 42 ár eða síðan að liðið steinlá 4-0 á móti Wales á Laugardalsvellinum í júní 1980. Í gær gerðu Arnar og lærisveinar hans hins vegar enn verr. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið nú byrjað undankeppni Evrópumótsins á jafnstóru tapi. Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum. Það hafði gerst fjórum sinnum en síðast fyrir EM 2004 þegar íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Skotlandi á Laugardalsvelli í október 2002. Arnar Þór sjálfur var í byrjunarliði Íslands í þeim leik. Íslenska landsliðið tapaði líka með tveggja marka mun í fyrsta leik í fyrstu þremur undankeppnum EM. Fyrir þessar tvær undankeppnir undir stjórn Arnars hafði íslenska liðið náði í stig í fyrsta leik í fjórum undankeppnum í röð þar af unnið fyrsta leikinn í þremur þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Ísland hefur byrjað í undankeppni EM og í undankeppni HM í gegnum tíðina. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4) Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar hefur íslenska liðið nú tapað 3-0 í fyrsta leik í báðum undankeppnunum síðan hann tók við þjálfun landsliðsins. Liðið tapaði 3-0 á móti Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 sem var þá versta tap íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramóts í 42 ár eða síðan að liðið steinlá 4-0 á móti Wales á Laugardalsvellinum í júní 1980. Í gær gerðu Arnar og lærisveinar hans hins vegar enn verr. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið nú byrjað undankeppni Evrópumótsins á jafnstóru tapi. Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum. Það hafði gerst fjórum sinnum en síðast fyrir EM 2004 þegar íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Skotlandi á Laugardalsvelli í október 2002. Arnar Þór sjálfur var í byrjunarliði Íslands í þeim leik. Íslenska landsliðið tapaði líka með tveggja marka mun í fyrsta leik í fyrstu þremur undankeppnum EM. Fyrir þessar tvær undankeppnir undir stjórn Arnars hafði íslenska liðið náði í stig í fyrsta leik í fjórum undankeppnum í röð þar af unnið fyrsta leikinn í þremur þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Ísland hefur byrjað í undankeppni EM og í undankeppni HM í gegnum tíðina. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4)
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4)
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira