Þjófstart á þremur veiðistöðum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2023 13:55 Það er greinilegt að ekki eru allir með það á hreinu hvenær veiði hefst á sumum veiðisvæðum en sést hefur til veiðimanna þar sem veiði er ekki hafin. Í það minnsta tveir veiðimenn voru að gera sig klára við Helluvatn í Elliðavatni á laugardaginn þegar vegfarandi benti á að veiði hefst ekki í vatninu fyrr en á sumardaginn fyrsta og tóku þessir ágætu veiðimenn þessum tilmælum vel og héldu annað til veiða. Það má benda á að veiði í Vífilstaðavatni hefst 1. apríl. Einn veiðimaður var tekinn í landhelgi í Hlíðarvatni í Selvogi en ekki fylgir sögunni hvort það hafa eitthvað veiðst hjá þeim ágæta manni en ekki náðist að benda honum á að veiði væri ekki hafinn því hann lét sig hverfa stuttu eftir að sást til hans. Við Þingvallavatn voru nokkrir komnir við bakkann á laugardagsmorgun en stoppuðu stutt við. Þeim var bent á það að veiði hefst í vatninu 20. apríl. Það vakti athygli þeirra sem snéru þeim frá að þarna var verið að setja saman stangir til beituveiða í þjóðgarðinum og að lyktin úr beituboxinu hafi bent til þess að um Makríl eða Saura hafi verið að ræða en samkvæmt veiðireglum er aðeins leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spón. Stangveiði Mest lesið Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Frábær byrjun í Hafralónsá Veiði
Í það minnsta tveir veiðimenn voru að gera sig klára við Helluvatn í Elliðavatni á laugardaginn þegar vegfarandi benti á að veiði hefst ekki í vatninu fyrr en á sumardaginn fyrsta og tóku þessir ágætu veiðimenn þessum tilmælum vel og héldu annað til veiða. Það má benda á að veiði í Vífilstaðavatni hefst 1. apríl. Einn veiðimaður var tekinn í landhelgi í Hlíðarvatni í Selvogi en ekki fylgir sögunni hvort það hafa eitthvað veiðst hjá þeim ágæta manni en ekki náðist að benda honum á að veiði væri ekki hafinn því hann lét sig hverfa stuttu eftir að sást til hans. Við Þingvallavatn voru nokkrir komnir við bakkann á laugardagsmorgun en stoppuðu stutt við. Þeim var bent á það að veiði hefst í vatninu 20. apríl. Það vakti athygli þeirra sem snéru þeim frá að þarna var verið að setja saman stangir til beituveiða í þjóðgarðinum og að lyktin úr beituboxinu hafi bent til þess að um Makríl eða Saura hafi verið að ræða en samkvæmt veiðireglum er aðeins leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spón.
Stangveiði Mest lesið Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Frábær byrjun í Hafralónsá Veiði