Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma Íris Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 12:01 Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir lögðu á sig miklar fórnir til að gera brúðkaupsdaginn sem bestan. aðsend Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira