„Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2023 10:30 Birgitta hefur gengið í gegnum mörg og erfið áföll á sinni lífsleið en er á betri stað í dag. Birgitta Ýr Jósepsdóttir er 27 ára kona sem hefur upplifað einelti, misnotkun og barnsmissi. Hún lýsir því hvernig hún þyngdist um fimmtíu kíló á örstuttum tíma sökum vanlíðunar. Hún sigraðist á áföllunum og lifir í dag hamingjusömu lífi. Sindri Sindrason fékk að heyra sögu Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Birgitta er að mestu alin upp í Sandgerði og í Keflavík. Eftir nokkuð góða æsku dundu yfir hana áföllin hvert á eftir öðru og vildi hún einfaldlega ekki lifa lengur eftir að hafa sokkið í djúpt þunglyndi. Hún reyndi oftar en einu sinni að taka eigið líf. Í dag er hún á góðum stað og hefur unnið mikið í sér. Skólagangan byrjaði vel en þegar hún var í áttunda bekk varð hún fyrir grófu einelti, bæði líkamlegu og andlegu. Eineltið byrjaði á unglingsaldrinum „Þetta voru bekkjarfélagar og ég hef í raun aldrei hugsað út í það af hverju ég. Ég vildi helst alltaf vera heima og var byrjuð að nota afsakanir að ég væri veik og fleira. Þetta gekk á frá áttunda bekk upp í tíunda bekk þegar ég útskrifaðist,“ segir Birgitta sem var þá fegin að losna úr grunnskólanum og þá lá leiðin í Fjölbrautaskólann á Suðurnesjunum. Afi hennar ól hana að mörgu leyti upp. „Ég ákvað þá að byrja lífið upp á nýtt og reyna að kynnast nýju fólki. Það gekk vel fyrst og það var almennt mjög gaman í Fjölbrautaskólanum.“ En árið 2014 þegar Birgitta var aðeins sautján ára var henni nauðgað og átti það eftir að hafa gríðarleg áhrif á hana. Enginn sá né heyrði „Þetta var þegar þetta netspjall var að byrja hjá okkur unglingunum og ég ákvað að prófa það og tala við stráka. Ég kynntist einum og hann vildi hitta mig mikið og ég ákvað að treysta því og hélt að þetta yrði bara spjall. En svo fór hann með mig á einhvern stað þar sem engin myndi sjá til okkar eða heyra í okkur. Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan.“ Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur reynst henni vel. Hún segir að maðurinn hafi keyrt með sig að afleggjara milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar og þar hafi hann notað tækifærið. „Hann skilar mér heim og mamma sér strax að það er eitthvað að en ég vildi ekkert tjá mig um það strax. Ég hringi í bestu vinkonuna mína hágrátandi og hún sækir mig. Ég er hjá henni í sólarhring og fer síðan aftur til mömmu og hún hjálpar mér með þá erfiðleika að hafa samband við lögregluna og við förum í gegnum kæru og allt það,“ segir Birgitta en málið var látið niður falla. „Hann sagði að ég hafi samþykkt kynlíf en það voru áverkar á mér. Handaför á handleggjum mínum og marblettir. Þremur árum seinna var málið fellt niður. Ég fór þá í mikið þunglyndi en leitaði mér ekki aðstoðar hjá sálfræðingi, ég vildi vera sterk fyrir afa minn því hann var svo sterkur í gegnum lífið. Ég er alin upp hjá afa mínum aðra hverja viku og aðra hverja viku hjá mömmu. Lítið hjá pabba mínum. Ég hunsaði allar tilfinningar og byrjaði að borða.“ Birgitta fór í magaermi á sínum tíma. Birgitta segir að svo þegar afi hennar féll frá byrjaði hún að stækka mjög mikið. „Ég lá bara upp í rúmi og borðaði og horfði á þætti. Fyrrverandi eiginmaður minn sá um allt saman. Ég hef í raun aldrei verið eitthvað í kjörþyngd en þyngist um 50 til 60 kíló á nokkrum árum. Ég var mest 123 kíló og er 160 sentímetra há. Ég var mjög veik og þunglynd á þessum tíma. Minn fyrrverandi þurfti að ýta mér til sálfræðings og þá fékk ég loksins hjálp og er honum mjög þakklát í dag. Hann er enn þá að hjálpa mér í dag og við erum mjög góðir vinir. En eftir þriðju sjálfsvígstilraunina hugsaði ég bara að núna væri þetta búið, núna þyrfti ég að gera allt til að koma mér á betri stað,“ segir hún. Síðast reyndi hún sjálfsvíg árið 2019 en þá hringdi hún í 1717 og fékk mikla aðstoð sem hún nýtti sér. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Birgitta er að mestu alin upp í Sandgerði og í Keflavík. Eftir nokkuð góða æsku dundu yfir hana áföllin hvert á eftir öðru og vildi hún einfaldlega ekki lifa lengur eftir að hafa sokkið í djúpt þunglyndi. Hún reyndi oftar en einu sinni að taka eigið líf. Í dag er hún á góðum stað og hefur unnið mikið í sér. Skólagangan byrjaði vel en þegar hún var í áttunda bekk varð hún fyrir grófu einelti, bæði líkamlegu og andlegu. Eineltið byrjaði á unglingsaldrinum „Þetta voru bekkjarfélagar og ég hef í raun aldrei hugsað út í það af hverju ég. Ég vildi helst alltaf vera heima og var byrjuð að nota afsakanir að ég væri veik og fleira. Þetta gekk á frá áttunda bekk upp í tíunda bekk þegar ég útskrifaðist,“ segir Birgitta sem var þá fegin að losna úr grunnskólanum og þá lá leiðin í Fjölbrautaskólann á Suðurnesjunum. Afi hennar ól hana að mörgu leyti upp. „Ég ákvað þá að byrja lífið upp á nýtt og reyna að kynnast nýju fólki. Það gekk vel fyrst og það var almennt mjög gaman í Fjölbrautaskólanum.“ En árið 2014 þegar Birgitta var aðeins sautján ára var henni nauðgað og átti það eftir að hafa gríðarleg áhrif á hana. Enginn sá né heyrði „Þetta var þegar þetta netspjall var að byrja hjá okkur unglingunum og ég ákvað að prófa það og tala við stráka. Ég kynntist einum og hann vildi hitta mig mikið og ég ákvað að treysta því og hélt að þetta yrði bara spjall. En svo fór hann með mig á einhvern stað þar sem engin myndi sjá til okkar eða heyra í okkur. Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan.“ Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur reynst henni vel. Hún segir að maðurinn hafi keyrt með sig að afleggjara milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar og þar hafi hann notað tækifærið. „Hann skilar mér heim og mamma sér strax að það er eitthvað að en ég vildi ekkert tjá mig um það strax. Ég hringi í bestu vinkonuna mína hágrátandi og hún sækir mig. Ég er hjá henni í sólarhring og fer síðan aftur til mömmu og hún hjálpar mér með þá erfiðleika að hafa samband við lögregluna og við förum í gegnum kæru og allt það,“ segir Birgitta en málið var látið niður falla. „Hann sagði að ég hafi samþykkt kynlíf en það voru áverkar á mér. Handaför á handleggjum mínum og marblettir. Þremur árum seinna var málið fellt niður. Ég fór þá í mikið þunglyndi en leitaði mér ekki aðstoðar hjá sálfræðingi, ég vildi vera sterk fyrir afa minn því hann var svo sterkur í gegnum lífið. Ég er alin upp hjá afa mínum aðra hverja viku og aðra hverja viku hjá mömmu. Lítið hjá pabba mínum. Ég hunsaði allar tilfinningar og byrjaði að borða.“ Birgitta fór í magaermi á sínum tíma. Birgitta segir að svo þegar afi hennar féll frá byrjaði hún að stækka mjög mikið. „Ég lá bara upp í rúmi og borðaði og horfði á þætti. Fyrrverandi eiginmaður minn sá um allt saman. Ég hef í raun aldrei verið eitthvað í kjörþyngd en þyngist um 50 til 60 kíló á nokkrum árum. Ég var mest 123 kíló og er 160 sentímetra há. Ég var mjög veik og þunglynd á þessum tíma. Minn fyrrverandi þurfti að ýta mér til sálfræðings og þá fékk ég loksins hjálp og er honum mjög þakklát í dag. Hann er enn þá að hjálpa mér í dag og við erum mjög góðir vinir. En eftir þriðju sjálfsvígstilraunina hugsaði ég bara að núna væri þetta búið, núna þyrfti ég að gera allt til að koma mér á betri stað,“ segir hún. Síðast reyndi hún sjálfsvíg árið 2019 en þá hringdi hún í 1717 og fékk mikla aðstoð sem hún nýtti sér. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira