„Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2023 10:30 Birgitta hefur gengið í gegnum mörg og erfið áföll á sinni lífsleið en er á betri stað í dag. Birgitta Ýr Jósepsdóttir er 27 ára kona sem hefur upplifað einelti, misnotkun og barnsmissi. Hún lýsir því hvernig hún þyngdist um fimmtíu kíló á örstuttum tíma sökum vanlíðunar. Hún sigraðist á áföllunum og lifir í dag hamingjusömu lífi. Sindri Sindrason fékk að heyra sögu Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Birgitta er að mestu alin upp í Sandgerði og í Keflavík. Eftir nokkuð góða æsku dundu yfir hana áföllin hvert á eftir öðru og vildi hún einfaldlega ekki lifa lengur eftir að hafa sokkið í djúpt þunglyndi. Hún reyndi oftar en einu sinni að taka eigið líf. Í dag er hún á góðum stað og hefur unnið mikið í sér. Skólagangan byrjaði vel en þegar hún var í áttunda bekk varð hún fyrir grófu einelti, bæði líkamlegu og andlegu. Eineltið byrjaði á unglingsaldrinum „Þetta voru bekkjarfélagar og ég hef í raun aldrei hugsað út í það af hverju ég. Ég vildi helst alltaf vera heima og var byrjuð að nota afsakanir að ég væri veik og fleira. Þetta gekk á frá áttunda bekk upp í tíunda bekk þegar ég útskrifaðist,“ segir Birgitta sem var þá fegin að losna úr grunnskólanum og þá lá leiðin í Fjölbrautaskólann á Suðurnesjunum. Afi hennar ól hana að mörgu leyti upp. „Ég ákvað þá að byrja lífið upp á nýtt og reyna að kynnast nýju fólki. Það gekk vel fyrst og það var almennt mjög gaman í Fjölbrautaskólanum.“ En árið 2014 þegar Birgitta var aðeins sautján ára var henni nauðgað og átti það eftir að hafa gríðarleg áhrif á hana. Enginn sá né heyrði „Þetta var þegar þetta netspjall var að byrja hjá okkur unglingunum og ég ákvað að prófa það og tala við stráka. Ég kynntist einum og hann vildi hitta mig mikið og ég ákvað að treysta því og hélt að þetta yrði bara spjall. En svo fór hann með mig á einhvern stað þar sem engin myndi sjá til okkar eða heyra í okkur. Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan.“ Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur reynst henni vel. Hún segir að maðurinn hafi keyrt með sig að afleggjara milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar og þar hafi hann notað tækifærið. „Hann skilar mér heim og mamma sér strax að það er eitthvað að en ég vildi ekkert tjá mig um það strax. Ég hringi í bestu vinkonuna mína hágrátandi og hún sækir mig. Ég er hjá henni í sólarhring og fer síðan aftur til mömmu og hún hjálpar mér með þá erfiðleika að hafa samband við lögregluna og við förum í gegnum kæru og allt það,“ segir Birgitta en málið var látið niður falla. „Hann sagði að ég hafi samþykkt kynlíf en það voru áverkar á mér. Handaför á handleggjum mínum og marblettir. Þremur árum seinna var málið fellt niður. Ég fór þá í mikið þunglyndi en leitaði mér ekki aðstoðar hjá sálfræðingi, ég vildi vera sterk fyrir afa minn því hann var svo sterkur í gegnum lífið. Ég er alin upp hjá afa mínum aðra hverja viku og aðra hverja viku hjá mömmu. Lítið hjá pabba mínum. Ég hunsaði allar tilfinningar og byrjaði að borða.“ Birgitta fór í magaermi á sínum tíma. Birgitta segir að svo þegar afi hennar féll frá byrjaði hún að stækka mjög mikið. „Ég lá bara upp í rúmi og borðaði og horfði á þætti. Fyrrverandi eiginmaður minn sá um allt saman. Ég hef í raun aldrei verið eitthvað í kjörþyngd en þyngist um 50 til 60 kíló á nokkrum árum. Ég var mest 123 kíló og er 160 sentímetra há. Ég var mjög veik og þunglynd á þessum tíma. Minn fyrrverandi þurfti að ýta mér til sálfræðings og þá fékk ég loksins hjálp og er honum mjög þakklát í dag. Hann er enn þá að hjálpa mér í dag og við erum mjög góðir vinir. En eftir þriðju sjálfsvígstilraunina hugsaði ég bara að núna væri þetta búið, núna þyrfti ég að gera allt til að koma mér á betri stað,“ segir hún. Síðast reyndi hún sjálfsvíg árið 2019 en þá hringdi hún í 1717 og fékk mikla aðstoð sem hún nýtti sér. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Birgitta er að mestu alin upp í Sandgerði og í Keflavík. Eftir nokkuð góða æsku dundu yfir hana áföllin hvert á eftir öðru og vildi hún einfaldlega ekki lifa lengur eftir að hafa sokkið í djúpt þunglyndi. Hún reyndi oftar en einu sinni að taka eigið líf. Í dag er hún á góðum stað og hefur unnið mikið í sér. Skólagangan byrjaði vel en þegar hún var í áttunda bekk varð hún fyrir grófu einelti, bæði líkamlegu og andlegu. Eineltið byrjaði á unglingsaldrinum „Þetta voru bekkjarfélagar og ég hef í raun aldrei hugsað út í það af hverju ég. Ég vildi helst alltaf vera heima og var byrjuð að nota afsakanir að ég væri veik og fleira. Þetta gekk á frá áttunda bekk upp í tíunda bekk þegar ég útskrifaðist,“ segir Birgitta sem var þá fegin að losna úr grunnskólanum og þá lá leiðin í Fjölbrautaskólann á Suðurnesjunum. Afi hennar ól hana að mörgu leyti upp. „Ég ákvað þá að byrja lífið upp á nýtt og reyna að kynnast nýju fólki. Það gekk vel fyrst og það var almennt mjög gaman í Fjölbrautaskólanum.“ En árið 2014 þegar Birgitta var aðeins sautján ára var henni nauðgað og átti það eftir að hafa gríðarleg áhrif á hana. Enginn sá né heyrði „Þetta var þegar þetta netspjall var að byrja hjá okkur unglingunum og ég ákvað að prófa það og tala við stráka. Ég kynntist einum og hann vildi hitta mig mikið og ég ákvað að treysta því og hélt að þetta yrði bara spjall. En svo fór hann með mig á einhvern stað þar sem engin myndi sjá til okkar eða heyra í okkur. Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan.“ Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur reynst henni vel. Hún segir að maðurinn hafi keyrt með sig að afleggjara milli Grindavíkur og Reykjanesbrautar og þar hafi hann notað tækifærið. „Hann skilar mér heim og mamma sér strax að það er eitthvað að en ég vildi ekkert tjá mig um það strax. Ég hringi í bestu vinkonuna mína hágrátandi og hún sækir mig. Ég er hjá henni í sólarhring og fer síðan aftur til mömmu og hún hjálpar mér með þá erfiðleika að hafa samband við lögregluna og við förum í gegnum kæru og allt það,“ segir Birgitta en málið var látið niður falla. „Hann sagði að ég hafi samþykkt kynlíf en það voru áverkar á mér. Handaför á handleggjum mínum og marblettir. Þremur árum seinna var málið fellt niður. Ég fór þá í mikið þunglyndi en leitaði mér ekki aðstoðar hjá sálfræðingi, ég vildi vera sterk fyrir afa minn því hann var svo sterkur í gegnum lífið. Ég er alin upp hjá afa mínum aðra hverja viku og aðra hverja viku hjá mömmu. Lítið hjá pabba mínum. Ég hunsaði allar tilfinningar og byrjaði að borða.“ Birgitta fór í magaermi á sínum tíma. Birgitta segir að svo þegar afi hennar féll frá byrjaði hún að stækka mjög mikið. „Ég lá bara upp í rúmi og borðaði og horfði á þætti. Fyrrverandi eiginmaður minn sá um allt saman. Ég hef í raun aldrei verið eitthvað í kjörþyngd en þyngist um 50 til 60 kíló á nokkrum árum. Ég var mest 123 kíló og er 160 sentímetra há. Ég var mjög veik og þunglynd á þessum tíma. Minn fyrrverandi þurfti að ýta mér til sálfræðings og þá fékk ég loksins hjálp og er honum mjög þakklát í dag. Hann er enn þá að hjálpa mér í dag og við erum mjög góðir vinir. En eftir þriðju sjálfsvígstilraunina hugsaði ég bara að núna væri þetta búið, núna þyrfti ég að gera allt til að koma mér á betri stað,“ segir hún. Síðast reyndi hún sjálfsvíg árið 2019 en þá hringdi hún í 1717 og fékk mikla aðstoð sem hún nýtti sér. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira