Jóhann upp fyrir hundrað stig í tímamótaleik og Sunderland slapp inn í umspil Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 15:59 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afar góðu gengi að fagna með Burnley í vetur og verður með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Getty/Alex Livesey Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn 200. keppnisleik fyrir enska knattspyrnufélagið Burnley í dag þegar lokaumferð ensku B-deildarinnar var spiluð. Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira