Messi á leið til Sádí-Arabíu þótt konan vilji ekki fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 12:30 Antonela Roccuzzo og Lionel Messi eiga þrjú börn saman. getty/Antoine Flament Félagaskipti Lionels Messi til Al-Hilal í Sádi-Arabíu frá Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain eru frágengin. Þetta herma heimildir AFP fréttastofunnar. La star du Paris Saint-Germain, Lionel Messi, jouera en Arabie saoudite la saison prochaine, a affirmé à l'#AFP une source saoudienne proche des négociations, qualifiant le contrat d'"énorme" 1/2 pic.twitter.com/ncLb21IXUW— Agence France-Presse (@afpfr) May 9, 2023 Ef af félagaskiptunum verður munu Messi og Cristiano Ronaldo endurnýja kynnin í sádi-arabísku úrvalsdeildinni. Ronaldo hefur leikið með Al-Nassr frá áramótum. Eiginkona Messis, Antonela, ku ekki vera spennt fyrir því að flytja til Sádi-Arabíu en það virðist ekki koma í veg fyrir að argentínski snillingurinn fari til Al-Hilal. Talið er að samningur Messis við Al-Hilal verði 522 milljóna punda virði og til tveggja ára, með möguleika á árs framlengingu. Samningur Messis við PSG rennur út eftir tímabilið og hann hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Barcelona. Katalóníufélagið á þó líklegast ekki efni á honum. PSG setti Messi í tveggja vikna agabann á dögunum fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádí-Arabíu. Hann er sendiherra ferðamála fyrir Visit Saudi-Arabia. Messi baðst seinna afsökunar á ferðalaginu til Sádí-Arabíu. „Ég var búinn að skipuleggja þessa ferð og gat ekki hætt við hana. Fyrir þetta hafði ég þurft að fresta henni einu sinni. Ég bið liðsfélaga mína afsökunar og bíð nú eftir því að sjá hvað félagið vill gera við mig,“ sagði Messi í afsökunarbeiðni sinni. Forráðamenn PSG tóku hana góða og gilda og afléttu banninu. Messi getur því spilað næsta leik PSG sem er gegn Ajaccio á laugardaginn. Messi gekk í raðir PSG frá Barcelona fyrir tveimur árum. Hann varð franskur meistari með liðinu á síðasta tímabili og líklegt er að það endurtaki leikinn í ár. Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
La star du Paris Saint-Germain, Lionel Messi, jouera en Arabie saoudite la saison prochaine, a affirmé à l'#AFP une source saoudienne proche des négociations, qualifiant le contrat d'"énorme" 1/2 pic.twitter.com/ncLb21IXUW— Agence France-Presse (@afpfr) May 9, 2023 Ef af félagaskiptunum verður munu Messi og Cristiano Ronaldo endurnýja kynnin í sádi-arabísku úrvalsdeildinni. Ronaldo hefur leikið með Al-Nassr frá áramótum. Eiginkona Messis, Antonela, ku ekki vera spennt fyrir því að flytja til Sádi-Arabíu en það virðist ekki koma í veg fyrir að argentínski snillingurinn fari til Al-Hilal. Talið er að samningur Messis við Al-Hilal verði 522 milljóna punda virði og til tveggja ára, með möguleika á árs framlengingu. Samningur Messis við PSG rennur út eftir tímabilið og hann hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Barcelona. Katalóníufélagið á þó líklegast ekki efni á honum. PSG setti Messi í tveggja vikna agabann á dögunum fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádí-Arabíu. Hann er sendiherra ferðamála fyrir Visit Saudi-Arabia. Messi baðst seinna afsökunar á ferðalaginu til Sádí-Arabíu. „Ég var búinn að skipuleggja þessa ferð og gat ekki hætt við hana. Fyrir þetta hafði ég þurft að fresta henni einu sinni. Ég bið liðsfélaga mína afsökunar og bíð nú eftir því að sjá hvað félagið vill gera við mig,“ sagði Messi í afsökunarbeiðni sinni. Forráðamenn PSG tóku hana góða og gilda og afléttu banninu. Messi getur því spilað næsta leik PSG sem er gegn Ajaccio á laugardaginn. Messi gekk í raðir PSG frá Barcelona fyrir tveimur árum. Hann varð franskur meistari með liðinu á síðasta tímabili og líklegt er að það endurtaki leikinn í ár.
Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira