„Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Breiðabliki mæta KR í Vesturbænum í dag. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir að erfitt gæti reynst fyrir hans menn að spila á grasvelli KR-inga þegar liðin mætast í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í dag. „Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
„Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira