Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:27 Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds í dag. Stu Forster/Getty Images Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira