Hitti Siggu sex árum eftir að hún sagðist ætla að eignast barn ein og lífið hefur gjörbreyst Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Sigga ákvað fyrir sex árum að eignast börn ein. Nú á hún dreng og stúlku. Fyrir sex árum eða árið 2017 hitti Sindri Sindrason fyrst hana Sigríði Lenu Sigurbjarnardóttir en þá var hún að íhuga eða búin að ákveða að eignast barn ein og sjálf. Hún hafði ekki hitt þann rétta, langaði í fjölskyldu og þetta var því rétta leiðin fyrir hana. Í tæknifrjóvgun skildi hún fara sem og hún gerði. Staða Siggu Lenu er allt önnur í dag en hún var á þessum tíma. Í dag á Sigga ekki aðeins eitt barn heldur tvö, þau Hákon Orra sem fæddur er 2019 og Áshildi Mettu sem kom með sama hætti og sama danska sæðisgjafanum árið 2022. „Ég dag erum við þriggja manna fjölskylda,“ segir Sigga og heldur áfram. „Samfélagið í dag er allt annað en bara fyrir sex árum. Fólk er mun opnara með þetta og byrjað að tala opinskátt um svona mál. Þetta er ekki skrýtið í dag.“ Sigga segir að þessi leið hafi verið sú rétta fyrir hana. Þriggja manna falleg fjölskylda. „Ég var bara með það hugarfar að vera fara í þetta ein og ég þekki ekkert annað. Sem betur fer hafa börnin mín verið ofboðslega dugleg á nóttinni og Hákon Orri hefur alltaf sofið, hún aðeins erfiðari. Það var alveg pínu strembið að vera með þau ein heima.“ Eins og gefur að skilja fær Sigga Lena allt fæðingarorlofið ein, eitthvað sem vanalega skiptist á milli beggja foreldra. Á þeim tíma þegar Hákon Orri kom í heiminn var fæðingarorlofið níu mánuðir en er í dag heilt ár. Sigga fær síðan meðlag frá ríkinu, sömu upphæð og þekkist hjá öðrum. „Ég fékk ofboðslega góð viðbrögð frá mínum nánustu þegar ég ætlaði aftur sömu leið. Ég held að fólkið mitt viti bara hvar ég er og hvernig ég er,“ segir Sigga Lena en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hún hafði ekki hitt þann rétta, langaði í fjölskyldu og þetta var því rétta leiðin fyrir hana. Í tæknifrjóvgun skildi hún fara sem og hún gerði. Staða Siggu Lenu er allt önnur í dag en hún var á þessum tíma. Í dag á Sigga ekki aðeins eitt barn heldur tvö, þau Hákon Orra sem fæddur er 2019 og Áshildi Mettu sem kom með sama hætti og sama danska sæðisgjafanum árið 2022. „Ég dag erum við þriggja manna fjölskylda,“ segir Sigga og heldur áfram. „Samfélagið í dag er allt annað en bara fyrir sex árum. Fólk er mun opnara með þetta og byrjað að tala opinskátt um svona mál. Þetta er ekki skrýtið í dag.“ Sigga segir að þessi leið hafi verið sú rétta fyrir hana. Þriggja manna falleg fjölskylda. „Ég var bara með það hugarfar að vera fara í þetta ein og ég þekki ekkert annað. Sem betur fer hafa börnin mín verið ofboðslega dugleg á nóttinni og Hákon Orri hefur alltaf sofið, hún aðeins erfiðari. Það var alveg pínu strembið að vera með þau ein heima.“ Eins og gefur að skilja fær Sigga Lena allt fæðingarorlofið ein, eitthvað sem vanalega skiptist á milli beggja foreldra. Á þeim tíma þegar Hákon Orri kom í heiminn var fæðingarorlofið níu mánuðir en er í dag heilt ár. Sigga fær síðan meðlag frá ríkinu, sömu upphæð og þekkist hjá öðrum. „Ég fékk ofboðslega góð viðbrögð frá mínum nánustu þegar ég ætlaði aftur sömu leið. Ég held að fólkið mitt viti bara hvar ég er og hvernig ég er,“ segir Sigga Lena en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira