Sveindís spilar úrslitaleiki fyrir framan metfjölda í Þýskalandi og Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gerðu frábærlega í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, og Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir verður í sviðsljósinu með þýska stórliðinu Wolfsburg á næstunni. Liðið spilar bikarúrslitaleik í Þýskalandi á morgun og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 3. júní, og áhorfendamet verður slegið á báðum leikjum. Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira