„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:30 Birgir Steinn Jónsson var með 5,7 mörk og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Gróttu í Olís deild karla á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein
Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita