„Alveg galið hvað þær takast vel á við þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 12:00 Glódís Perla Viggósdóttir fylgist glaðbeitt með fyrirliðanum Linu Magull fá kampavínsbað eftir að meistaratitillinn var í höfn hjá Bayern München um liðna helgi. Getty/Sven Hoppe Glódís Perla Viggósdóttir nýtur þess í botn að vera með íslensku liðsfélagana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Bayern München. Hún segir ekki mega vanmeta þeirra þátt í meistaratitlinum sem liðið fagnaði á sunnudaginn. „Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
„Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00