„Alveg galið hvað þær takast vel á við þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 12:00 Glódís Perla Viggósdóttir fylgist glaðbeitt með fyrirliðanum Linu Magull fá kampavínsbað eftir að meistaratitillinn var í höfn hjá Bayern München um liðna helgi. Getty/Sven Hoppe Glódís Perla Viggósdóttir nýtur þess í botn að vera með íslensku liðsfélagana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Bayern München. Hún segir ekki mega vanmeta þeirra þátt í meistaratitlinum sem liðið fagnaði á sunnudaginn. „Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
„Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00