Stuðningsmennirnir skiluðu Spalletti stýrinu sem þeir stálu af honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2023 10:01 Luciano Spalletti hinn kátasti með stýrið. Stuðningsmenn Ítalíumeistara Napoli hafa skilað fráfarandi stjóra liðsins, Luciano Spalletti, stýri sem þeir stálu af honum fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils. Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils.
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira