Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:30 Claudio Ranieri sýndi hvers hann er enn megnugur með því að stýra Cagliari upp úr erfiðri stöðu. Getty/Luca Diliberto Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona. Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Ítalski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Ítalski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira