Fleiri fréttir af opnunum í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2023 09:21 Veiði er hafinn í Víðidalsá Fleiri ár hafa verið að opna síðustu daga og heilt yfir virðast fyrstu dagarnir vera að gefa ágætis veiði en næsta stórstreymi á eftir að skera úr um hvernig sumarið kemur til með að líta út. Veiði hófst til að mynda í Laxá í Leirársveit á laugardaginn og þar veiddist einn lax á fyrstu vakt en nokkir laxar sýndu sig svo það er greinilega eitthvað komið í ána. Níu laxar veiddust í Víðidalsá á fyrsta degi og lax sást nokkuð víða. Fyrsti lax sumarsins úr ánni veiddist í Stekkjarfljóti og var það 81 sm hrygna en fjórir laxar veiddust í Harðeyrarstreng sem er einn af skemmtilegri veiðistöðum Víðidalsár. Fitjá gaf síðan þrjá laxa en það er vel þekkt að stofninn sem gengur upp í þessa rómuðu hliðará Víðidalsár er snemmgengur og það er ekki óalgengt á þessum tíma að sjá laxa í Tjarnarfljóti og Laxapolli sem eru ofarlega í ánni. Við fylgjumst spennt með næstu opnunum en Langá á Mýrum opnar í dag og Gljúfurá, Haffjarðará, Laxá í Aðaldal og fleiri ár opna svo í kjölfarið. Stangveiði Mest lesið Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Vikutölurnar endurspegla ástandið í laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Veiði hófst til að mynda í Laxá í Leirársveit á laugardaginn og þar veiddist einn lax á fyrstu vakt en nokkir laxar sýndu sig svo það er greinilega eitthvað komið í ána. Níu laxar veiddust í Víðidalsá á fyrsta degi og lax sást nokkuð víða. Fyrsti lax sumarsins úr ánni veiddist í Stekkjarfljóti og var það 81 sm hrygna en fjórir laxar veiddust í Harðeyrarstreng sem er einn af skemmtilegri veiðistöðum Víðidalsár. Fitjá gaf síðan þrjá laxa en það er vel þekkt að stofninn sem gengur upp í þessa rómuðu hliðará Víðidalsár er snemmgengur og það er ekki óalgengt á þessum tíma að sjá laxa í Tjarnarfljóti og Laxapolli sem eru ofarlega í ánni. Við fylgjumst spennt með næstu opnunum en Langá á Mýrum opnar í dag og Gljúfurá, Haffjarðará, Laxá í Aðaldal og fleiri ár opna svo í kjölfarið.
Stangveiði Mest lesið Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Vikutölurnar endurspegla ástandið í laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði