Fyrsti sigur Heimis með Jamaíka í höfn og hann var af glæsilegri gerðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Heimir Hallgrimsson stýrði Jamaíka til sigurs í nótt og með því er liðið í lykilstöðu að komast í átta liða úrslitin. Getty/Elsa Heimir Hallgrímsson stýrði landsliði Jamaíka til sigurs í fyrsta sinn í nótt þegar liðið vann frábæran 4-1 sigur á Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem fer fram í Bandaríkjunum. Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira