„Hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 22:47 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Beggja blands, smá léttir að við fengum jöfnunarmark undir lokin en mér fannst við eiginlega meira skilið úr þessum leik,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Noregi á lokakeppni EM. „Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sjá meira
„Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti