Stórbrotið mark Eggerts Arons: „Galin tilfinning“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 11:00 Eggert og liðsfélagar hans fagna markinu frábæra. Eins og sjá má á viðbrögðum félaga hans var markið stórglæsilegt. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson kom mikið við sögu í jafntefli Íslands og Noregs í gær. Hann fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en jafnaði metin með frábæru marki rétt fyrir leikslok. Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira