„Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. júlí 2023 23:17 Kristín hélt fyrst að það væri komið stríð. Henni var létt þegar hún komst að því að um eldgos væri að ræða. Ingvar Friðleifsson/Björn Steinbekk Tveir Vestmanneyingar sem upplifðu gosið í Heimaey árið 1973 minnast þess hvernig það var í nýju myndbandi 66° Norður. Kristín Jóhannsdóttir var þrettán ára gömul þegar eldgos hófst í Eyjum. Hún segir að sín fyrsta minning af gosinu hafi verið svolítið sérstök. Hún var heima hjá pabba sínum ásamt bræðrum sínum þegar hún var vakin. „Pabbi gekk um gólf og hrópaði: „Guð minn góður, guð minn góður.“ Maður kemur svona fram, ég var þrettán ára, og við erum með stóran stofuglugga sem vísar í austur og ég horfi þarna út. Það er bara eins og það sé kviknað í, mér datt fyrst í hug að það hefði fallið sprengja. Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem framleitt er af Birni Steinbekk. Kristín segir að pabbi sinn hafi svo róað sig aðeins niður og sagt þeim að það væri komið eldgos. „Það var mikill léttir,“ segir hún og minnist fyrstu spurningunnar sem bróður hennar datt í hug á þessum tímapunkti: „Heldurðu að við þurfum að fara í skólann?“ Pabbi Kristínar fór með hana og bræður hennar niður að höfninni og í skip. Þar sem sagt fórum við bara í lestina og láum þarna ásamt öðrum sjóveikum,“ segir hún. „Það er sagt að þetta hafi verið sjö klukkutímar. Maður var alveg búinn að missa allt tímaskyn, ráð og rænu þegar maður kom í land. Strætó í Reykjavík hafði náttúrulega verið settur í að sækja Vestmanneyinga og við fórum man ég einmitt með strætó í Austurbæjarskóla og þar kom mamma og sótti okkur.“ Hugurinn leitaði til Eyja Stefán Örn Jónsson ræðir einnig um sína upplifun af gosinu en hann var nítján ára gamall þegar það hófst. Hann var nýbúinn að leggjast á koddann eftir langan vinnudag þegar hraunið byrjaði að flæða að bænum. „Ég reyndi náttúrulega eins og margir aðrir að komast til Eyja sem fyrst aftur. Reyndi að komast bæði með flugi hingað út í Eyjar og komast með bátum og annað, með þeim farartækjum sem fóru hingað. En það var borin von.“ Hugur Stefáns leitaði til Eyja þegar hann heyrði af gosinu.Björn Steinbekk Gekk í slökkviliðið Á fyrsta laugardeginum eftir að gosið hófst tókst Stefáni að komast til Eyja. Hann sigldi þá með bát frá Grindavík ásamt föður sínum og öðrum mönnum. „Þessi bátur hafði þann eina tilgang að fara út í Eyjar að ná í búslóðir fyrir sjö, átta aðila sem var bara híft um borð í lestina á bátnum. Síðan sigldum við bara strax úr Eyjum aftur til Grindavíkur. Þar var búslóðinni komið fyrir í veiðafærageymslu.“ Eftir þetta sá Stefán að það var verið að auglýsa eftir fólki í slökkvilið Vestmannaeyja. Hann sótti um og fékk starfið. „Það sem fólst í því að vera slökkviliðsmaður í gosinu var náttúrulega bara þessi hefðbundnu björgunarstörf, ekkert annað. Menn unnu bara hér saman, bæði við að bjargar úr húsum sem var tekin ákvörðun um að bjarga úr, sumt var bara vonlaust, þegar áhlaupin komu þá réðirðu ekki við nema bara brot af því.“ Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Kristín Jóhannsdóttir var þrettán ára gömul þegar eldgos hófst í Eyjum. Hún segir að sín fyrsta minning af gosinu hafi verið svolítið sérstök. Hún var heima hjá pabba sínum ásamt bræðrum sínum þegar hún var vakin. „Pabbi gekk um gólf og hrópaði: „Guð minn góður, guð minn góður.“ Maður kemur svona fram, ég var þrettán ára, og við erum með stóran stofuglugga sem vísar í austur og ég horfi þarna út. Það er bara eins og það sé kviknað í, mér datt fyrst í hug að það hefði fallið sprengja. Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem framleitt er af Birni Steinbekk. Kristín segir að pabbi sinn hafi svo róað sig aðeins niður og sagt þeim að það væri komið eldgos. „Það var mikill léttir,“ segir hún og minnist fyrstu spurningunnar sem bróður hennar datt í hug á þessum tímapunkti: „Heldurðu að við þurfum að fara í skólann?“ Pabbi Kristínar fór með hana og bræður hennar niður að höfninni og í skip. Þar sem sagt fórum við bara í lestina og láum þarna ásamt öðrum sjóveikum,“ segir hún. „Það er sagt að þetta hafi verið sjö klukkutímar. Maður var alveg búinn að missa allt tímaskyn, ráð og rænu þegar maður kom í land. Strætó í Reykjavík hafði náttúrulega verið settur í að sækja Vestmanneyinga og við fórum man ég einmitt með strætó í Austurbæjarskóla og þar kom mamma og sótti okkur.“ Hugurinn leitaði til Eyja Stefán Örn Jónsson ræðir einnig um sína upplifun af gosinu en hann var nítján ára gamall þegar það hófst. Hann var nýbúinn að leggjast á koddann eftir langan vinnudag þegar hraunið byrjaði að flæða að bænum. „Ég reyndi náttúrulega eins og margir aðrir að komast til Eyja sem fyrst aftur. Reyndi að komast bæði með flugi hingað út í Eyjar og komast með bátum og annað, með þeim farartækjum sem fóru hingað. En það var borin von.“ Hugur Stefáns leitaði til Eyja þegar hann heyrði af gosinu.Björn Steinbekk Gekk í slökkviliðið Á fyrsta laugardeginum eftir að gosið hófst tókst Stefáni að komast til Eyja. Hann sigldi þá með bát frá Grindavík ásamt föður sínum og öðrum mönnum. „Þessi bátur hafði þann eina tilgang að fara út í Eyjar að ná í búslóðir fyrir sjö, átta aðila sem var bara híft um borð í lestina á bátnum. Síðan sigldum við bara strax úr Eyjum aftur til Grindavíkur. Þar var búslóðinni komið fyrir í veiðafærageymslu.“ Eftir þetta sá Stefán að það var verið að auglýsa eftir fólki í slökkvilið Vestmannaeyja. Hann sótti um og fékk starfið. „Það sem fólst í því að vera slökkviliðsmaður í gosinu var náttúrulega bara þessi hefðbundnu björgunarstörf, ekkert annað. Menn unnu bara hér saman, bæði við að bjargar úr húsum sem var tekin ákvörðun um að bjarga úr, sumt var bara vonlaust, þegar áhlaupin komu þá réðirðu ekki við nema bara brot af því.“
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira