Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. „Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023 Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
„Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira